M.Rauðu

amma

Tuesday, December 07, 2004

Draumfarir mínar farnar að vera hálf ólöglegar...

Já dreymdi í nótt að ég var hjá Höllu frænku. Hún bjó í London í þessum draumnum... alveg merkilegt. Og ég veit ekki nákvæmlega hvað var í gangi. En ef þú horfðir út um glugga úr íbúðinni hennar sá maður "garðinn" á bakvið. Það var ekki mikill garður reyndar bara fullt af trjám og svo var gangstétt(göngustígur) og við göngustíginn var STRÆTÓSKÝLI. Já sem sagt ég var að bíða eftir Höllu og fylgdist með henni þar sem hún stóð við strætóskýlið og beið eftir einhverjum. (ég held þetta hafi verið hún...)
Seinna kom á daginn að hún var að bíða eftir einhverjum sem átti að koma með eitthvað "efni". Jájá svo á endanum kom hún dröslandi inn með Coop poka (Coop=hagkaup)og í honum var stærðarinnar köggull. Brúnn stór og með hvítum doppum. Þetta var eiginlega svona einsog Ideal jólapakki í laginu og hvítu doppurnar var svona einsog kókos á súkkulaðiköku. Þetta var sem sagt einsog stór "pakkalaga" súkkulaðikaka með kókos. En já ég velti mikið fyrir mér hvað þetta var - erum að tala um svona 4-5 kílóa flykki. En síðan kemur einhver kall og konan hans (eldi en við kannski um 40) og er kallinn eitthvað að verka "pakkann". Hnoðar einsog deig og alle greier...og fussar og sveiar. Síðan sker hann þetta í þunnar sneiðar (sem voru samt miklu lengri en "pakkinn"sjálfu). Og þá leit þetta út einsog RISA stórar HASSPLÖTUR MEÐ KÓKOS á endanum. Síðan skellti kallinn þessu í pípu og allir reyktu, samt var kallinn ekki alveg sætta sig við þetta. Svo voru allir steinhissa þegar ég vildi ekki og Halla benti mér á "veistu hvað það er gott þegar maður er spíttaður".
Já jæja ég nennti heldur ekki endalaust að vera "spíttuð" svo ég lét til leiðast en þá var þessi pípa búin...
Einhversstaðar í draumnum voru mikil barsmíði eða læti.. Kallinn var alveg brjálaður.. en ég held það hafi verið áður en hann fór að verka pakkann.Ég man að húsgögn flugu og ég faldi mig á bakvið sófasett sem var á hvolfi á fólfinu. Já svo þegar kallinn fann mig og ég sagðist bara vera að fela mig... rann honum reiðin og fór að verka. jájájá...